mánudagur, september 22, 2008

Hvað er að frétta?

fór í ferðalag með mömmu og pabba þar sem við misstum tvisvar sinnum hjól undan bílnum. fyrst á sprengisandi svo í múlagöngum miðjum.

fór í útilegu með védísi upp í mosfellsdal.

byrjaði aftur í háskólanum.

skipti úr frönsku, spænsku og íslensku yfir í bara íslensku og smá spænsku.

stúdentaleikhúsið fór af stað.

ég byrjaði í fíh.

védís flutti til kína.

byrjaði aftur í brúðubílnum.

ég hóf áfengisbann með uglu.

byrjaði í leikfimi.



fór til grænlands á stefnumót við strák sem ég kynntist á facebook, áttum yndislegan dag í kúlusúkk.

hætti við að vera í leikhóp stúdentaleikhússins.

helga byrjaði að flytja út og við fengum nýjan helga í staðinn.

ákvað að sinna námi og fara um leið til frakklands með kórnum.

ákvað að frakklandsferð verður lokaferð mín með kórnum.

ákvað að fara til suður-ameríku með gígju.

hóf markvisst að spara fyrir ferð til suður-ameríku.

laug að vinum mínum í perú að ég hefði þyngst um 30 kg og hefði litað hárið mitt bleikt. til að sanna það sendi ég þeim mynd af mér.



mamma mín á afmæli í dag. til hamingju með afmælið mamma mín.

pabbi, mamma og melkorka ákváðu að fara til védísar til kína um áramótin.

vinkonur verða ófrískar í röðum.

stjórn stúdentaleikhússins réð mjög spennandi leikstjóra og leikritaskáld fyrir næstu önn.

ég fékk mér göt í eyrun.

ég var beðin um skriflegt leyfi frá foreldrum til að fá göt í eyrun. semsagt hélt að ég væri 17 ára eða yngri.

ég komst að því hversu mikið tilfinningar geta kvalið mann.

komst að því hvað ísland er mikið veðrasker, meira að segja í september.

fékk nóg af skemmtiferðaskipum og sannarlega búin að fullvissa mig um að eyða ekki einu brotabroti af ævi minni á einu slíku.

heimsendir verður í mars.

Engin ummæli: