þriðjudagur, júlí 08, 2003
morgunstund gefur gull í mund. já ég er bara merkilega fersk á leið í skondnasta pikknikk sem ég hef farið í. já klukkan sjö verð ég mætt í pikknikk með bollurnar mínar sem ég slumpaði saman í gærkvöldi. þannig er nefninlega mál með vexti að tveir andrar plús tveir rauðhærðir gefa af sér ónáttúrulegt fyrirbæri. en þessu fyrirbæri datt einmitt í hug að efna til pikknikks á umferðareyjunni þar sem við mætumst á morgnanna. safna minningum, já safna minningum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli