miðvikudagur, ágúst 23, 2006

eftir að hafa spókað mig í suður þýskalandi. hélt ég norður á bóginn með stefnuna á berlín. í einn dag skyldi ég spóka mig í berlín áður en ferðinni yrði haldið áfram til köben. klukkan 7 um morgunn mætti ég í geimstöðina í þrívídd, sem nýja lestarstöðin í berlín er, og klukkan 8 var ég búin að labba allar hæðir og ganga stöðvarinnar og komin á sama stað og þegar ég mætti, engu nær um neitt. ég hugsaði mér að þetta væri að snúast uppí rugl svo ég stakk mér í djúpulaugina og valdi mér einn stað á neðanjarðarlestarkortinu sem ég var með og hélt þangað. þetta kort voru einu upplýsingarnar og vitneskja sem ég hafði í farteskinu um berlín.

staðurinn sem ég valdi var alexandersplads. þar fann ég svo götu sem hét ráðhúsgata, svo fann ég ráðhúsið, dómkirkjuna og svo kl. 12 var ég búin að skoða flest það sem ég komst að því síðar að væri í "to do in one day". þá hélt ég bara rambinu áfram, fór í sight-seeing í lestarkerfinu og loksins kl. 5 hitti ég dreng nokkur sem ég þekkti ekki neitt en var búinn að lofa mér gistingu. íbúðin er í tyrkneska hverfi berlínar þar sem hann býr ásamt tveimur öðrum krökkum. ég gerðist bara ein af hópnum og við röltum útí frispí og .....

frh. síðar

Engin ummæli: