nú er rigningin komin. þá er góð stund að súpa á kaffilatte á babalú með góðan jazz í eyrunum og frönsku ferðamannahóps óma um vöfflulyktandi loftið.
þegar veðurblíðan fær að renna beint í æð verða góð sumur best. góðu dagar sumarsins hafa verið fullnýttir, oftast í lautarbölum og trjárjóðrum með hópi frábærra 14-15 ára krakka og tveggja samstarfsmanna í sérflokki. þess á milli hef ég klifið fjöll, synnt í sjónum og haldið í ógleymanlega útilegu. við vinkonurnar héldum á arnarstapa þar sem bikiníið fékk að njóta sín fram á kvöld í veðurblíðunni. mikið sungið, kjaftað og leikir margir af hvers kyns tagi. frábær ferð í alla staði. ég á mestu snilldarvinkonur sem til eru!
laugardagur, júlí 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli