laugardagur, september 15, 2007

ísland er að breytast.
ég man ekki eftir jafnskýrum árstíðamun og í ár. aldrei verið jafnheitt sumar og veðragott. svo kom haust. haustið skall fyrst á með miklum rigningum. gróðurinn varð vætunni feginn og hitinn hélst. svo þegar það var búið að rigna í nokkurn tíma ákvað veðrið að kólna. nú er kominn kuldi.

það er ekki bara veðurfarið sem er að breytast. í rauninni er svo margt að umturnast. háskólinn er stútfullur af fólki í lögfræði, hagfræði og viðskiptafræði. það getur enginn hugsað sér að vinna við afgreiðslustörf og fólk af erlendu bergi brotnu færir sig inní afgreiðslustörfin. hvernig verður þetta eftir nokkur ár? stuðlar þetta ekki að aukinni stéttaskiptingu og fordómum í samfélaginu, jafnt og það eykur launamun og muninn á þeim ríku og fátæku. flestir ungir íslendingar ætla sér að ganga í störf þar sem þú færð 3-4 sinnum meira á mánuði en meðalafgreiðslumaður.

Engin ummæli: