laugardagur, október 13, 2007
ég er komin aftur í hversdagsleikann eftir óraunverulega kínaferð. það kveikir í manni smá ævintýraþrá en ferðaþreyta og sú staðreynd að hversdagsleikinn er voðalega huggulegur þessa dagana heldur aftur af manni.
það er eins og sumarið sé marga mánuði í burtu, þessar tvær vikur í kína voru á við margra mánaða upplifanir.
þetta ár virðist ætla að verða með viðburðaríkasta móti og er nú þegar orðið. það verður skemmtilegt að gera ársyfirlit í lok árs og er ég nokkuð viss um að ýmislegt eigi eftir að bætast við.
þetta var virkilega sérstök kórferð. hún einkenndist af fyrirbærum sem ég tel mjög óvíst að muni einkenna kórferð á næstunni. hiti, kínaglíma, tjútt í hófi, borgarstjóraboð, 30 réttir og 6 súpur - máltíð, málmiskilningar, áhugi, magakveisur, asítófanus og immodium og samheldni, og áfram mætti telja.
ég ætla að reyna að skella inn nokkrum myndum við tækifæri.
túlkar og gætar voru uppáhaldsfólkið okkar sbr. shawn:
"do you know the word cat?"
"yes"
"do you know how to spell it?"
"yes, c-a-t"
"no, i-t"
ef ekki einu sinni á dag - þá tvisvar.
og steinunn hjá fjölskyldunni sinni við morgunverðarborðið.
"here in china we eat porkids"
"por kids?"
"yes yes, it's a traditional food for breakfast - want to try it"
"hm, yea ok, but por kids?"
"yes - here you go!"
"oh, ok, yes i see, poridge, ok"
og leiðsögumaðurinn okkar í wuhan. sem sagði í íslenskri þýðingu.
"við getum ekki séð hina brúna vegna frosksins"
(we can't see the other brigde because of the frog)
"vinsældir wuhan eru 8 milljónir"
(the popularity of wuhan is 8 millions)
og fjölskyldan mín í peking
"here is your bedroom"
"and here is the chicken"
"hmmm... ok .. yes the kitchen.. ok"
en hversagsleikinn er bara mjög skemmtilegur þessa dagana, svo margt innifalið. skemmtilegt nám og verkefni, söngtímar, flottasta og skemmtilegasta hjól í heimi, fimleikar, morgunleikfimi, þjóðarbókhlaðan, góðir vinir, meirihluti sem sprakk, mamma og pabbi, djasshljómfræði, brúðubíllinn, eymundsson, þorfinnsgata 12, sveitirnar tvær og maggi.
gæti ekki verið betra nema ef systur mínar tvær og restin af krúinu væru nær.
þegar maður hættir að hafa áhyggjur þá fer allt að rúlla og manni líður vel. ég vona að það geti bara haldið áfram.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli