þriðjudagur, október 19, 2010

"þeir"

dagarnir líða í jeddah og hitinn er farinn að lækka aðeins, farinn að vera undir fjörtíu stigunum yfir daginn sem eru tíðindi. smám saman reynir maður að laga sig að því sem er á annað borð hægt að laga sig að. hitanum, hótelinu, abay-unum/búrkunum og frelsissviptingunni. farinn að finna sig í þessu í þessum ólíka heimi. fyrstu dagana hér í jeddah var ég frekar buguð. buguð af reglufarganinni. mér fannst eins og allt sem ég gerði hlyti að vera vitlaust, hlyti að brjóta einherjar reglur. ég þorði ekki einu sinni að brosa til afgreiðslufólks. fannst að þá hlyti ég að vera álitin undirförul gála, eða sannkallaður heimskingi. ég var hrædd um að ef ég dansaði á brún reglnanna þá myndi ég draga réttindi kvenna niðrí svaðið (ekki að þau séu þar ekki nú þegar). ögrun myndi gera illt verra, allavega ögrun frá mér, vestrænni stelpu sem býr við algjört frelsi í samanburði við kynsystur mínar. ég áttaði mig hins vegar á því að ég var leyfa reglufarganinni að gera nákvæmlega það sem “þeir” vilja. kúga og það sérstaklega konur. ég komst að því að með þess konar áframhaldi myndi ég sennilega glata huga mínum til sádi araba sem myndu ekkert vita hvað þeir ættu við hann að gera. ég einfaldlega kærði mig ekki um það að skilja sjálfa mig eftir hér. þótt það sé í lagi að vera hér í þrjá mánuði og reglulega áhugavert. ég vona að brúnardans minn dragi engann niður heldur reynist fólki frekar hvatning. eða því vil ég trúa. á þann hátt hefur dvöld mín lést og ógn hins “ógurlega valds” farið af herðum mínum. það er alls staðar hægt að láta sér líða vel, ef maður finnur pláss fyrir sjálfan sig.

Engin ummæli: