föstudagur, október 08, 2010

ef ég ætti að gera hryllingsmynd þá myndi ég láta hana gerast í molli, verslunarmiðstöð. þá væri jeddah í sádi arabíu álitlegur staður til að taka upp myndina. nóg af mollum og í raun ekki mikið mál að rýma þau þar sem þau eru hvort eð er alltaf næstum hálftóm.

ef einhver hefur þörf fyrir því að láta nudda stéttarskiptingu framan í sig þá mæli ég með jeddah. í rykinu og eyðimörkinni, innan um hálfbyggðar/hrundar byggingar er meira magn af nýtískulegum mollum en ég vissi að kæmust fyrir í einni borg.

af hverju að fara til ameríku að versla? veldu sádi arabíu!

Engin ummæli: