við marta erum að draga hvor aðra í ruglið, það er að segja ef rugl skyldi kalla. marta nefninlega krassaði bílskúr ömmu sinnar og mætti svo heim til mín með ljúfuna sína* fulla af efnum og fíneríi sem varð til þess að "saumastofan í sveitinni" varð til. það er að segja að efri hæð hússins míns var skyndilega breytt í hina ágætu saumastofu. við höfum því setið nú í tvo daga með sveitt ennið að galdra fram hinar skondnustu flíkur. á meðan við spjöllum og hlustum á tónlist. svo að ég held við getum bara verið sáttar með lífið. félagsskapur, tónlist, lausn á margra ára bældri sköpunarþörf og síðast en ekki síst flíkur á færibandi sem bíða ólmar eftir notkun. eftir flæðinu, sem nú er, að dæma þá held ég að við hreynlega týnumst hér það sem eftir er vikunnar.
*bíllinn hennar mörtu
miðvikudagur, ágúst 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli