miðvikudagur, ágúst 20, 2003
nú eru dögum mínum sem einkabarni lokið í bili. það var bara hreint ágætis tímabil. mikið sem ég hef lært og vonandi þroskast eitthvað einnig. þannig er nefninlega mál með vexti að mættur er á heimilið skiptinemi sem mun dvelja hér þar til systur mínar mæta aftur á svæðið. það er að segja í janúar. þá verða þær báðar mættar. hann, það er að segja skiptineminn, heitir wim og kemur frá belgíu og er alveg óhugnanlega líkur pabba mínum. hann er rauðhærður (sem reyndar pabbi minn er ekki) með skegg og gleraugu, segir ekkert sérstaklega mikið en er nokkuð vinalegur og frekar klár, hann er líka mjög jákvæður. svo allt þetta nema að hann er rauðhærður passar algjörlega við pabba minn og það rauðhærða á hann í staðinn sameiginlegt með öðrum fjölskyldumeðlimum. annars hef ég ekki mikið um kauðann að babbla. veit svo sem ekki mikið um hann og hef í rauninni ekki myndað mér mikla skoðun á honum. en það verður ábyggilega mjög lærdómsríkt að hafa skyndilega dreng á heimilinu og ég vona að nái mér einnig í þroska að því leiti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli