miðvikudagur, ágúst 06, 2003
jamm og jæja, það er kominn tími til að ströglast áfram í mínu hversdags lífi hérna á fróni eftir ágætis upplifun í fjarlægum löndum. eftir frábæra upplifun í fjarlægum löndum. en það er svo skrítið með þessa upplifun að hún er bara eins og draumur, langur draumur. því þetta var svo mikið sem ég upplifði ein og allar minningar mínar snúast mest megnis um ákveðna persónuleika og smáatriði sem enginn þekkir nema sá sem var á staðnum. því er verður þetta líkast draumi, eitthvað sem aðeins þú veist hvernig var í rauninni og aðeins þú nýtur raunverulega að rifja upp. það er jafnframt svo skrítið að koma heim því á þetta stuttum tíma hef ég kynnst svo miklu nýju og kynnst svo mörgum og lært svo margt að eitthvernveginn þá býst maður við því að hérna hafi líka heilmikið breyst, en svo kemst maður að því að hér er allt auðvitað alveg nákvæmlega eins. það hefur samt verið mjög gott að sofa í rúminu sínu og heyra í vinum sínum, sem var jafnframt var hugsað til úr fjarlægu löndunum…
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli