sunnudagur, febrúar 22, 2004

nú er barsasta góðum áfanga lokið. söngkeppnin fór nefninlega fram á föstudaginn. og það bara nokkuð prýðilega. jú já atriðin voru upp og ofan sem er nú samt ekki nema jákvætt. aðveldara að vera sammála um sigurvegara. ég held líka barasta að allir hafi verið nokkuð sáttir við sigurvegara og þar með fulltrúa mh í söngkeppni framhaldsskólanna. það voru þær stöllur sunna og silla. ekki af verri endanum. fyrir utan það að vera með alveg frábært atriði í góðum mh fíling, þá höfðu þær hugsað þetta aðeins lengra, það er, þær höfðu platað hann andra í atriðið sem gerði að sjálfsögðu góða hluti, þar sem fyrstu sæti tónlistar keppna mh hafa hreinlega fest við drenginn.. þetta er í fjórða skiptið í röð að andrinn vermir fyrsta sætið! nokkuð gott.

Engin ummæli: