miðvikudagur, febrúar 18, 2004
það er alltaf voðalega gaman þegar maður hefur gott tilefni til að blogga. já og í dag hef ég frábært tilefni! því með því að blogga í gær ylja ég dreng nokkrum að hjartarótum með gæskunni einni. tilefnið er einmitt það að í gær gat þessi merkilegi drengur í fyrsta skiptið keypt sér sígarettur, leigt sér ljósbláa mynd og gift sig allt í senn og það jafnvel löglega. já, hann varð átján ára og er þetta innileg afmælisgjöf til hans odds þorra frá mér! ... ég ætti kannski að gera góða greinargerð fyrir persónuleika odds þorra en þar sem hún býður uppá miklar spekúlesjónir læt ég það bíða betri tíma þar sem ég þarf að auka við orðaforða minn til að ná almenninlega að persónugreina kappann. en jú merkilegur er hann læt ég það gott heita að sinni. til hamingju!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli