þriðjudagur, febrúar 03, 2004

mér finnst alltaf jafn gaman þegar ókunnugt, pínu skrítið fólk talar við mig útá götu. í tilefni af því ætla ég að skrifa nokkur merkilega skondin samtöl sem ég hef átt undanfarið á stoppustöðum:

doldið subbulegur, þéttur gaur með þykk gleraugu.
gaur: heyrðu
ég: já
gaur: veistu hvort tvisturinn er farinn?
ég: nei því miður
gaur:veistu stundum langar mig bara svo að tala við eitthvern
ég: já, jú ég kannast alveg við það
gaur: já veistu ég vildi að ég gæti verið eins og harry potter
ég: já hann er nú alveg í sérflokki hann harry potter
gaur: já það er nefninlega svo kúl að hann getur bara allt og hann gerir bara allt sem hann langar til
ég: já það væri nú munur
gaur: já... en takk fyrir að tala við mig
ég: ekkert mál
gaur: ég er þá bara farinn... bless

gömul kona í ártúni - ekkert skrítin samt
kona: heyrðu kondu aðeins og sestu hjá mér, mig langar svo að segja þér smá dögu
ég: (settist) já
kona: ég er búin að bíða svo lengi og rak svo augun í pilsið þitt. það er nefninlega svo merkilegt að sjá ykkur stelpurnar nú til dags klæðast einungis undirpilsum.
ég: já svona er þetta, tískan gengur hring eftir hring
kona: já, en ég get svo sagt þér það að við hefðum aldrei vogað okkur að vera í þessum pilsum einum pilsa. og aldrei dirfst að láta sjást í blúnduna!
ég: nei, ég kannast við þessa sögu, en fynnst þér ekki gaman að við skulum nota og nýta föt þinnar kynslóðar?
kona: jú afskaplega... en ég hvísla því nú bara að þér að þetta voru bara nærfötin okkar
ég: já það er nú doldið skondið... en ég verð nú víst að stökkva uppí strætó núna.

gamall maður með rosalega sérkennileg augu
hann: jæja er verið að bíða eftir strætó?
ég: já
hann: þú verður nú að passa þig að láta þér ekki verða kallt
ég: já ég geri það, er með vetlinga og húfu og svona
hann: en það er nefninlega eitthver flensa að ganga
ég: já ég reyni að passa mig
hann: já gerðu það.. bless (labbar í burtu)
ég: bless
hann: (snýr við) þú mátt ekki missa af strætó
ég: nei, ég geri það vonandi ekki
hann: nei einmitt þá verður þér nefninlega svo kalt
ég: já ég veit það er nýstingskuldi úti
hann: já.. en jæja bless (fer)
ég: bless
hann: (snýr við) értu nokkuð búin að missa af strætó?
ég: nei ég held nú ekki
hann: áttu ekki bíl?
ég: nei
hann: en ég sé það á þér að þú keyrir
ég: jú já ég geri það
hann: já ég hef nefninlega séð þig á bíl, bara frekar langt síðan
ég: já það getur verið
hann: ég var nefninlega lögga
ég: já er það?
hann: já þegar ég var ungur, svona tvítugur
ég: nú er það
hann: en já ég vona að þér verði ekki kalt
ég: já ég passa mig
hann: já bless

Engin ummæli: