miðvikudagur, mars 03, 2004
þetta er búið að vera svo fáránleg vika að það er ekki lítið. nýir persónuleikar komið fram á borði mínu og margt sem hangir á nálinni þessa dagana. en það sem mér finnst best af öllu, svo ég komi nú með smá væmin heit, þá held ég barasta að það sé að fara að vora. krókusar bara farnir að láta sjá sig. og já trúið því að þá hýrnar yfir mér bráin. bara skapið verður ofsa gott og böðið af stærðfræðiprófi fær bara að sigla sinn sjó. en já ég hef sannað það þessa viku þá staðreynd að ef mann langar ekki til að rekast á fólk, þá gerir maður það, en ef mann langar til að rekast á eitthvern ákveðinn, er búinn að vera að gera sig til í marga klukkutíma, þá hittir maður í mesta lagi strætóbílstjórann sem keyrir 110 una á morgnanna. jáh. þetta hefur verið sannað. annars hætti ég þessu romsi að sinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli