miðvikudagur, mars 24, 2004

jú já foreldrar mínir eru bæði líffræðingar og ég heyrði einu sinni góða skilgreiningu á starfsviðum þeirra; mamma líffræðingur í stígvélum og pabbi í slopp. já hún mamma er ansi græn* og það mátti líka glögglega sjá á ísskápnum áðan því að mamma hafði farið að versla. þrátt fyrir að umbúðir varnings sé sjaldnast grænar þá var hlutfall grænna matvæla í meirihluta. í grænum lit, sem var einmitt sannað að væri slæmur litur í mælskukeppni mh-inga síðastliðinn mánudag. en í dag var ég einmitt staðsett í sigurliði umræðna um unglinga og já okkur öllum til léttis, að vissu leiti, þá var niðurstaðan sú að það er ekki hægt að vera án unglinga. ég verð þó að viðurkenna að þrátt fyrir að meðmælendur unglinga hafi unnið og ég verið í því liði, þá átti ég í hinu mesta basli við að koma með mótsvör. kannski ekki bara vegna þess að ég hafði það greinilega ekki í hendi mér, heldur líka því að katrín, mótherjar okkar voru líka svo djéskoti sleip. og ég hélt líka að sigurinn byggi þeirra megin, eða þar til ég frétti það að mótsvör vega 1/3 stiga. en jú já, ég hafði það alls ekki í hendi mér að koma með mótsvör. ég tel mig nú samt alveg hafa röklega hugsun, en fannst það jáh, örlítið flókið þar sem ég sat á milli tveggja prýðilegra ræðumanna. ræðumanns dagsins og þaulreynds ræðumanns nokkurs. þótt sá hinn sami ræðumaður hafi eitt sinn verið krýndur ræðumaður íslands, þá get ég hælt mér af því að hafa eitt sinn kjaftað þann kauða í kaf og ég efast um að hann geti fært nokkur rök á móti því.



*ekki þá í merkingu þeirri að vanti kannski smá skrúfu í höfuð henni, þar sem mamma mín er fróð með eindæmum

Engin ummæli: