loksins er vinnan byrjuð og líst mér bara vel á. þá er bara að vona að allt komist í gott horf. ég kann í raun ekki að vera í fríum, verð svo kaótísk og skrítin. gleymi að fara að sofa og fleira. en fríið var nú samt ósköp ljúft. góðar stundir með góðum vinum og endurheimtum vinum, systrum og fleirum og meira að segja fékk örlítið ástarævintýri að lýta dagsins ljós. ef svo má segja. allt til að gera fríið að góðu fríi.
nú hins vegar er hafin sumarvinnan, götuleikhúsið á virkum dögum og árbæjarsafn aðra hverja helgi. í dag hittumst við í fyrsta skipti í götuleikhúshópnum og leist mér bara vel á mannskapinn. örlítil kynjamisskipting en það kemur nú ekki að sök. við komum úr öllum áttum og er aldursmunurinn 8 ár á elsta eða elstu og yngstu manneskju.
við fimm yngstu í hópnum verðum að vinna bara í 6 vikur en fáum svo að fara til lettlands í júlí á eitthverskonar menningarhátíð sem mér líst bara ansi vel á. get ekki sagt að mér finnist það nokkuð verra en að vinna í 8 vikur á launum. eiginlega bara betra, allavega fyrir svona ferðaglaðar manneskujur eins og ég segi mig sjálfa stundum vera.
sumarið byrjaði allavega vel og mér líst vel á. vona að tóninn hafi verið gefinn. en ekki eitthver teygja af góðum hlutum sem safnast upp og svo slitni teygjan og allt hverfi. vonum bara það besta.
þriðjudagur, júní 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli