föstudagur, júní 11, 2004

það voru svo sannarlega gleðileg tíðindi sem "blöstu" við þegar ég fór í ómskoðun í gær. kom ekki bara í ljós að það var ekki sýkingar og bólgur sem höfðu verið að hrjá mig, heldur sáust á skjánum tvíburar sem höfðu verið að naga í mér líffærin og þess vegna varð ég veik. svo höfðu þessir fjórir dagar á spítala og allar sýklalyfjadælingarnar, sem voru á annan tug, orðið til þess að tvíburarnir hreinlega róuðust doldið og þeir fundu sér annað að borða. jáh, að hugsa sér bara ef þeir hefðu fattað þetta fyrr hefði ég losnað við, eða á ég að segja glatað, góðu spítalastundunum mínum og gönguferðunum sveiflandi um mig vökvapokastöng.

Engin ummæli: