sunnudagur, júní 13, 2004

til að leiðrétta nokkurn miskilning þá sáust engir tvíburar í ómskoðun minni. ég er ekki ófrísk og ómskoðunin mín þarna um daginn fólst í því að skoða á mér nýrun. það var vegna nýrnabotnabólgu sem var einmitt örsök sjúkrahúslegu minnar.

en það var margt uppá teningunum í dag, eftir að hafa farið á afs-námskeið í morgun hélt ég með götuleikhúsinu í afmæli andrésar andar í kringlunni. þar vorum við að gefa blöðrur, nammi og andrésblöð. það var magnað að allra verstir og gráðugastir voru foreldrarnir. margir létu eins og þeir ættu ekkert og tóku meira en þeir gátu borið. tjá manni um alla krakkana sína sem komust ekki með í kringlunna og myndu svo obboðslega langa í nammi. sumir reyndu svo að safna öllum tegundunum af andrésblöðum sem við vorum að dreifa. þetta minnti mig mjög á kosningabaráttuna í mh sem fór út fyrir öll mörk, þegar allir voru svo hrikalega svangir að frambjóðendurnir voru troðnir niður.

en þrátt fyrir græðgina í liðinu voru ansi mikið af sætum krökkum sem biðu í ofboði til að fá að knúsa andrés og voru voðalega sæt og góð. erfiðast var svo að þurfa að útskýra fyrir mörgum hverjum að ég væri ekki lína og þurfa þá að sjá vonbrigðissvipinn á andlitunum þeirra, þrátt fyrir loforð um kveðju til hennar.

Engin ummæli: