þriðjudagur, mars 15, 2005
i vandraedaheitaferdalagi minu thessa dagana (er eitthvad ad drolla vid ad koma mer til piura)tha lennti eg allt i einu i fallegu borginni arequipa. svo vildi svo skemmtilega til ad thar lau leidir okkar leifs aftur saman fyrir tilviljun. eg hafdi ekkert a aaetlun en akvad barasta ad skella mer med honum i fjallgongu a eldfjallid misti. thad reyndist verda ad svakalegustu fjallgongu sem eg hef farid i. nu er hvannadalshnjukur bara holl ;) misti er um 5800 metrar en eins og leidsogumadurinn sagdi "tha er thetta ekkert mal". svo vid heldum af stad, illa klaeddir turistar. voppudum i 4 klst med tjold, svefnpoka, isaxir og fleira uppi 4500 metra haed thar sem var tjaldad. gangan var meira og minna bara i thoku en thegar komid var i tjaldbudirnar vorum vid komin upp fyrir skyjin og gatum horft a solsetrid yfir skyjathykninu. eftir ad hafa tekist ad koma musinni ut ur tjaldinu var reynt ad sofa eitthvad i ollum fotum sem vid fundum. bjanalaeti og hlaturskvidur hitudu adeins andrumsloftid thott thad vaeri vid frostmark. en svefninn var ekki langur og raest var um klukkan 2 um nottina. tha skyldi haldid a toppinn. leidsogumadurinn a heidur af thvi ad vera versti leidsogumadur sem eg hef verid med. hann var helst a thvi ad vid hlypum upp a topp i myrkrinu, stakk okkur jafnan af og var ekkert a velta thvi fyrir ser ad meiri hluti folks thjadist af hafjallaveiki og var med i maganum, aelandi eda halfdettandi i svimakostum. eg get alveg vidurkennt thad ad hafa ansi oft hugsad hvad i oskopunum eg vaeri ad leggja a mig, finnandi aelubragdid i munninum eda nystursudid i eyrunum asamt hofudverk. en thad ad horfa a ljos arequipa lengra og lengra i burtu og svo a solaruppkomuna med sinni litardyrd gerdu thad thess virdi. og upp komumst vid thott vid faerum skridandi upp seinustu snjoskaflana. tha blasti vid eldfjallagigur og a hina hondina arequipa i dagsbirtu. en ferdinni var ekki lokid thvi tha tok vid skipun um ad hlaupa nidur brekkurnar. mer finst mjog gaman ad hlaupa nidur fjallshlidar en eg er ekki svo til i thad ad vera skipad thad i hlidum bratts eldfjalls i peru!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli