sunnudagur, október 01, 2006

smá fréttir.

ég er ekki einu sinni búin að vera hérna í 2 vikur og mér finnst svo langt síðan að ég var heima hjá mér. kannski vegna þess að mánuðinn þar á undan var ég mestmegnis inná ríkisstofnun, á dýrum veitingastað eða sofandi heima hjá mér. og já vegna þess að mánuðinn þar á undan var ég í þýskalandi. thar liggur kannski lausnin.

skólinn byrjar loksins á morgun. hingað til hef ég bara sofið mjög mikið, skráð mig í skólann, farið í stöðupróf og lítið annað. reynt að vera dugleg á heimilinu sem ég ruddist inná.

núna bý ég heima hjá vinkonu minni onuelle sem ég kynntist í perú og mömmu hennar. thær lifa miklu annríki og því sé ég þær lítið. mamman er samt algjör snillingur svo mér finnst mjög gaman að kynnast henni. hún er rúmlega fertug og algjör listaspíra. ég er strax búin að mæta með henni á kóræfingu, horfa á danshópinn hennar koma fram og fara á dansæfingu. reyndar hjá sama kennara en ekki sama hóp. ég veit ekki alveg hvort sjálfstraustið mitt hérna sé smollið í “tjáningardansinn” sem hún æfir. mamma hennar onuelle og anaëlle eru ofboðslega ólíkar og ég skylda það ekki fyrr en ég hitti pabba hennar.

pabbi hennar onuelle býr í þorpi ekki svo langt frá og er bara their eiginleika onuelle sem eg sa ekki a nokkurn hatt samaiginlegt med moudrinni. hann byr með ketti og drasli. hann býr í stóru húsi sem er svo yfirfullt af drasli ásamt 3 bílskúrum og geymslu. èg á erfitt með að hemja mig yfir ruslahaugnum en er fegin að mamma eða fleiri aðilar sem ég þekki á íslandi eru ekki með mér. svo eyðir hann deginum í að grúska.

allavega. ég veit ekki hversu lengi ég verð á þessu heimili en eins og er, er það fínt. móðirin talar bara við mig frönsku svo ég verð að læra svolítið. en svo verður þetta bara að ráðast af skólanum. að hann haldi mér við efnið svo ég fari ekki bara á e-h flakk eins og mér þætti nú ekkert leiðinlegt.

og nu var litill broddgoltur ad banka a gluggann minn.

Engin ummæli: