hvað er að frétta:
eyrnamál: saumarnir teknir úr í dag. hjúkkan á hrafnistu hlaut þann heiður þar sem ég hafði ekki gefið mér tíma til að fara til heimilislæknis né sá fram á að gefa mér tíma til þess næstu daga.
ég hætti að taka sýklalyfin eftir fáeina daga þar sem ég gleymdi þeim heima. en þrátt fyrir að vera kjáni sem endranær þá lítur þetta bara vel út. allt á sínum stað.
birkir virðist vera að koma verr útúr þessu en ég.
stúdentaleikhúsið: á morgun munu fara fram lokasýningar stúdentaleikhússins á examínasjón.
merkilegt má þykja að hjörtur jóhann, sem ætti að fara með veigamikil hlutverk í sýningunni, verður ekki til staðar þar sem hann taldi 700 hundruð fátæk börn vera mikilvægari en sýningin.
í stað hjartar mun leikendahópur ásamt hljómsveit skella sér í hverskyns hjartarlíki. spennandi að sjá.
sýningin kl. 8 á morgun er uppseld en ég vil benda á hörkulokasýningu sem mun verða kl. 11.
vinnur: í dag var væntanlega síðasti dagur minn á frístundaheimilinu víðiseli. ég get ekki annað sagt en að ég muni sakna þessara gríslinga. alla ljúflinganna og gauranna sem segja: "gaur" í hverri setningu.
mér var boðin vinna í vinnuskólanum. ég held ég hugsi mig tvisvar um.
stuðið er á hrafnistu. þar er bófi sem stelur gervitönnum.
ferðalög: á þriðjudaginn held ég í smávegis ferðalag. stefnan er sett á höfuðborgirnar london, berlín og köben. innifalin í ferðinni er vika í sól og sumarhita suður-frakklands. áætluð heimkoma er 23. maí og er aldrei að vita að inní ferðalagið laumist höfuðborg lítilla eyja í norðri og stór bátur.
laugardagur, apríl 28, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli