mánudagur, júní 09, 2008

vikan er búin að vera mjög viðburðarík.

ég eignaðist lítinn rauðhærðan frænda.

ég kenndi 8 stelpum að spúa eldi.

köttur hljóp á mig.

perri reyndi að toga mig úr bolnum mínum.

ég sá perran í búð með konunni sinni.

íslendingar skutu ísbjörn.

ég keppti í lasagna-keppni.

ca. 40 manns komu heim að borða lasagna.

ég byrjaði að vinna á nýjum vinnustað. samblanda af elliheimili og upplýsingaþjónustu.

védís hjólaði á bíl.

maður labbaði á mig þegar ég var að hjóla.

ég komst inn í fíh.

ég komst að því að ég er vinnualki, eða kannski bara það að ég get ekki sagt nei.

ég keypti mér dýrustu flík/skó sem ég hef keypt.

helga kom loksins heim, en bara í 2 daga.

ég hélt áfram að komast að því hvað ísland er lítið land.

ég fékk æði fyrir gobbeldigok.

fór út að borða í turninum í kópavogi.

olli sjálfri mér vonbrigðum.

kynntist nýju fólki.

hef verið í meira sambandi við védísi en oft þegar hún er á íslandi.

komst að því að ég er farin að stama einstaka sinnum.

vaskaði upp heilan seinni part dags ( lasagna ).

kynntist strák sem er fertyngdur.

kynntist nýju fólki.

svaf tvisvar sinnum yfir mig.

keypti mér sumarkjóla.

og svo margt margt fleira.

...fann hvað sumarið er frábært.

Engin ummæli: