ég lennti í mjög fyndnu atviki í dag. ég var að hlaupa upp frakkastíginn til að skreppa í brynju. þegar ég steig skrefið út fram hjá efsta húsinu þá skellur e-ð á sköflungnum mínum. mér krossbregður og æpi upp yfir mig. þá sé ég kött kastast í burtu frá mér og halda svo áfram á harðaspani.
það hafði köttur hlaupið á mig og skilið eftir ansi mörg hár og slef á sköflungnum mínum.
ég kom í brynju gjörsamlega óðamála. varð að segja gömlu körlunum í búðinni frá ótrúlega atvikinu sem hafði átt sér stað. þeim fannst ábyggilega áhugaverðara hvernig ég lét heldur en atvikið sjálft.
þriðjudagur, júní 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli