hector
í piura býr mjög töff heimilislaus maður. hann er töff fyrir þær sakir að í stað þess að húma einhvers staðar þá labbar hann allan daginn og sveiflar höndunum. hann er alltaf berfættur og alltaf ber að ofan og stoppar mjög sjaldan. ef hann er svangur þá borðar hann. t.d. kippir hamborgara af grillinu hjá úti-grillara og svo heldur hann áfram að labba. hector fýlar best að labba í ríkra manna hverfinu mira flores. það hafa margir reynt að taka hann inn og setja hann í bað og gefa honum skó og skyrtu en hector er ávallt kominn út á götu aftur, fyrr en varði.
föstudagur, júní 27, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli