miðvikudagur, ágúst 06, 2008


ég er komin á þann aldur að ef ég er á vappi með lítið kríli með mér gerir fólk ráð fyrir því að ég sé mamma þess. oftast er litli frændi minn úlfur talinn vera sonur minn og sérstaklega vegna þess að hann er rauðhærður. fólk gerir einfaldlega ráð fyrir því. það virðist vera nægilegt kennileiti til að álíta megi einstaklinga í sömu fjölskyldu.

við úlfur trompuðum svo allt með því að fá hörð og krakkana hans með í mission útí viðey. þar vorum við saman komin 5 rauðhærð saman á báti og nokkuð öruggt að allir hafa talið okkur vera par með litlu rauðhærðu börnin okkar. lítil rauðhærð fjölskylda. afskaplega frjósöm og rösk að þessu, komin með þrjú lítil rauðhærð börn á fjórum árum og rétt komin yfir tvítugt.

Engin ummæli: