þriðjudagur, ágúst 12, 2008

það eru sannarlega sérstakir ferðamenn sem koma til okkar í upplýsingamiðstöðina skarfabakka (þar sem stóru skemmtiferðaskipin koma).

í dag kom einn maður sem vildi taka skutluna. ( rúta sem keyrir á hverjum klukkutíma milli sundahafnar og miðbæjarins ) hann var nýbúinn að missa af henni og þurfi þar af leiðandi að bíða í 1 klst eftir næstu. samstarfkona mín mælti með því að hann labbaði niðrí bæ í góða veðrinu. það eru um 4 km og tekur um 40 mín. hún sýndi honum líka á korti hvernig hann gæti bara fylgt göngustígnum meðfram sjónum þangað til að hann kæmi niðrí miðbæ.

um 2 klst síðar kemur maðurinn aftur og sýnir samstarfskonu mínni á korti ásamt því að segja henni að hann hafi gengið göngustíginn þar til að hann kom að byggingasvæði þar sem hefði verið að byggja e-ð tónlistarhús eða hótel og að framkvæmdirnar hafi lokað stígnum. hann hafi séð e-r skilti en ekki vitað hvað þau þýddu svo að hann komst ekki lengra. svo hann snéri bara við og labbaði sömu leið til baka án þess að kíkja í miðbæinn. hún hafði gleymt að segja honum hvernig hann kæmist fram hjá þessu byggingarsvæði og í miðbæinn.

Engin ummæli: