á fjórum mánuðum sem ég bjó í frakklandi fór ég oftar í bíó en á mörgum árum á íslandi. ástæðan var sú að í bænum mínum voru rekin 3 kvikmyndahús og tvö þeirra lögðu mikið upp úr því, andstætt því þriðja, að sýna alþjóðlegar myndir. þau hundsuðu þó ekki bandaríkin og sýndu t.d. myndirnar little miss sunshine og babel. fyrir nema kostaði 7 evrur í bíó og á þeim tíma var evran um 85 kr.
það var því ekki slæm kvöldstund að rölta í bíó og maður hikaði ekki við að splæsa miða á sjálfan sig þótt maður færi einn. maður sá ekki eftir því. í frakklandi sá ég í bíó myndir frá t.d. malí, kóreu, bosníu, frakklandi auk um 30 annarra þjóða sem áttu stuttmyndir á árlegu stuttmyndahátíð bæjarins.
myndirnar voru margar hverjar hráar en fallegar og vörpuðu oftar en ekki sýn á heim sem maður þekkti ekki áður. þá opnuðust gáttir sem hver sem er hefur gott að því að kíkja inn um.
græna ljósið hefur komið með nauðsynlegt afl inn í kvikmyndamenningu íslendinga en það er svo mikil synd að við skulum ekki nýta okkur enn betur tækifærið til að gera landann víðsýnni og opnari fyrir ólíkum menningarheimum. eða er ég akkúrat núna að nefna e-ð sem hinn almenni íslendingur er á móti? það kæmi mér ekki á óvart.
föstudagur, ágúst 08, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli