fimmtudagur, október 07, 2010

púkinn vaknar í sádi arabíu



innilega velkomin til sádi arabíu við vonum að þú njótir dvalarinnar en það eru þó nokkrir hlutir sem við biðjum þig um að hafa í huga:

fimm stranglega bannaðir hlutir:

áfengi
kynferðislegt siðleysi
klám
svínakjöt
að konur keyri
að konur klæðist öðru en búrkum ( slæða yfir höfuðið þó eitthvað á reiki)

annað sem er bannað (bara ekki stranglega bannað, en samt bannað):

menn mega ekki nálgast eða tala við sádi-arabískar konur án þess að hafa verið boðið það af fjölskyldumeðlim hennar eða eiginmanni.
maður tekur við hlutum með hægra hendi, aldrei vinstri.
ekki sýna sólana á skónum eða iljarnar.
klæða sig siðsamlega, stuttbuxur bannaðar.
ekki fara inn í moskvu nema þú sért múslimi.
ekki taka myndir af sádum, nema að hann hafi gefið þeir leyfi til þess.

svo er það það sem er ekki bannað en fyrirlitið og þannig eiginlega bannað:


vinna sem kona.
mynda augnsamband við fólk.
knúsast eða snertast á almanna færi.
konur mega ekki sitja frammí í bíl, nema að ökumaðurinn sé maðurinn þeirra eða bíllinn fullur.
vera með laust hár sem kona.
vera ein sem kona, helst ekki tvær heldur - þrjár eða fleiri.
ekki stunda líkamsrækt sem kona.
ekki nota sundlaugina á hótelinu í 45 stiga hitanum, sem kona.
ekki nota tennisvellina á hótelinu sem kona.

5 ummæli:

Salóme Mist sagði...

Úff púff, það er greinilega ekki margt sem má :S Þú svöl að nenna þessu...

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis!
Góða skemmtun elskan mín!
Svava

Bjorg sagði...

Hefurðu nokkuð að gera til Moskvu, hvort eð er...?
:)

xxx

Nafnlaus sagði...

Já! Það er ekki endalaus dans á rósum að vera hér í Jeddah!

Gyða

Salóme sagði...

mér finnst það bæði fyndið og sorglegt, svona með hliðsjón af efni færslunnar, að svava hafi sagt góða skemmtun.

ég vona að þér takist samt að láta þér líða eins vel og kostur er á.
kv. smólea