mánudagur, júní 30, 2003
ég átti alveg frábæran* dag í gær (það er að segja ef við snúum öllum lýsingarorðum með * til öfugrar merkingar ). í vinnunni, á súfanum, var allt í frábæru* standi. ég fékk t.d. að þurka sirka 10 lítra af yndislegu* vatni á klósetti súfistans þar sem vatnsleyðslurnar í vaskinn voru að leika lausum hala. svo var líka svo brjálaði að gera, í ofanálag, að allt varð svo ferlega ljúft* og notalegt*. það var samt svo leiðinlegt* að vinna með henni kolbrúnu sem er svo þreytandi* að það reddaði deginum. já en þrifum mínum var hinsvegar ekki lokið þann daginn þar sem ég fór þar næst heim til mín þar sem allt leit afskaplega vel* út í eldhúsinu og við tók áframhaldandi uppvask. og svo skúringarnar sem eru alltaf jafn hressandi*. semsagt um 12 klukkutímar af þrifum. já ég verða að segja að í gær hefði ég alveg verið til í að hafa haft eitthvern njóla mér til hjálpar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli