miðvikudagur, júní 25, 2003
í dag kláraði ég helminginn af bílprófinu mínu. það bóklega. þá er ég komin einu skrefi nær því að geta keyrt bæinn endilangan. mér gekk bara nokkuð vel. þótt ég hefði eytt miklum tíma í að íhuga hvernig ég ætti að tilkynna ökukennaranum mínum að ég hefði fallið. en svo barasta gekk þetta eins og í sögu og ég fékk barasta eina villu. hún var sú að það reyndist rangt að það mætti stansa og hleypa út farþegum á stoppustöðvum. þar komst ég að því að við pabbi höfum aldeilis brotið umferðarreglurnar í gegnum árin þar sem við höfum einmitt nýtt okkur þessa tækni þegar við höfum keyrt strætóana uppi eftir að ég hef misst af þeim. en já villur eru til að læra af þeim. og gleðifréttirnar urðu þær að ég þurfti ekki að tilkynna neinum að ég hefði fallið og þurfti ekki að hafa sektarkennd yfir hangslinu okkar siggu fram eftir nóttu. svo er bara að sjá hvernig ég reiði mig af í næsta prófi. já, stundin er að nálgast. heimkeyrslur með höllu heyra bráðum sögunni til!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli