sunnudagur, júní 22, 2003
eitt algengasta sumarvandamál mitt hefur notið sín undan farna daga. syfja. mér hefur hreinlega aldrei tekist að kyngja þeirri staðreynd að maður verður að fara að sofa á sumarkvöldum þótt það sé bjart. þannig hefur það svo þróast að ég hreinlega verð of þreytt. sem sést augljóslega á afköstum mínum í arfareitingum í fjölskyldugarðinum. en í dag komst ég að gullinni lausn vandamálsins. ég tók nefninlega upp þá merkilegu bók "akstur og umferð - almennt ökunám." yfir lestri mínum tókst mér að sofa dýrindis svefni þótt sólin væri um þann mund hæst á lofti. því mun ég halda áfram lestri mínum í kvöld ásamt því að innbyrða flóuðu mjólkina hennar mörtu, sem hefur reyndar reynst mér vel líka, og mæta fílefld klukkan hálf átta í fyrramálið í vinnu mína og láta arfann sannarlega finna fyrir því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli