miðvikudagur, júní 25, 2003
ég held barasta að persónuleikinn minn hafi klofnað í tvennt. til skilgreiningar þá er það annars vegar úfin úrill hæna og hins vegar síblaðrandi svefngalsandi sprelligosinn. hænan er mjög þreytt og úrill. hún hatar sprelligosann og vill helst að hann rotni í fjörunni og láti hana aldeilis eiga sig. er hún einnig mjög laginn í skítkasti og er það mest sprelligosinn sem lendir fyrir því en einnig utanaðkomandi aðilir sem hafa í óheppni sinni verið viðstaddir skítkast af þessu tagi. hún er sko yfir sprelligosann hafinn og lætur hann aldeilis finna fyrir því. hún vill gefa skít í allt nema það að sofa og það verður að passa vel á sér puttana ef hún fær ekki jafn mikinn svefn og námsráðgjafinn segir. ef hún réði þá byggi ég á veðurmælingastöð á hveravöllum þar sem maður þarf bara að vakna stöku sinnum á sólarhring til að lesa á mælana og eyða svo hinum tímanum í að sofa. hún væri reyndar líka hreinlega til í að vera á atvinnuleysisbótum og lifa á baunum til að geta legið í rúminu pínu lengur. hins vegar er það sívökuli svefngalsandi síblaðrandi sprelligosinn. hann á málflóðið sjaldan langt undan og grípur ósjaldan til þess til að réttlæta og fegra það sem sleppur frá úrillu hænunni útí andrúmsloftið. sprelligosinn keyrir sig stöðugt áfram og þykir frábærlega skemmtilegt að spila á píanóið þegar klukkan er farin að ganga tvo að nóttu þótt að hann viti að ég eigi nú að vera mætt í vinnuna klukkan hálf átta. ef hann fengi að ráða þá væri ég núna að röltast og bæjast með sumarfrísfólkinu, tæki mér svo góðan hjólatúr útá gróttu og mætti svo hress í bragði í vinnuna í fyrramálið og kannski bara með marhnút á öngli til að skella á grillið. það verður því verðugt verkefni að kryfja þessi tvo furðufyrirbæri til mergjar eða innyfla og reyna svo að sauma þarmana saman og sjá svo hvort þeir fari ekki að melta í sameiningu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli