miðvikudagur, janúar 21, 2004
skandall. já mikill skandall atarna. að láta þetta líðast. að blogga ekki vegna anna. þvílíkur skandall. en nú mun verða breyting á. því önnum er nú að ljúka, það er að segja allavega hjá leikfélaginu. en þótt mikið hafi verið að gera hefur það svefnlausu nóttanna virði. frumsýningarvikan er alveg sérstök! ótrúleg stemning. svo kom út bara þessi þrususýning. spes. en samt þrususýning. það er nú varla hægt að segja annað en að lísa sé pínu spes. eða bara mjög spes. en já fleira hefur nú borið á góma. þar ber kannski að nefna að týnda tvíburasystir mín poppaði skyndilega upp á ný hér á fróni. það var mjög skemmtilegt að hitta hana og hún hefur harla lítið breyst verð ég að segja... og svona til að halda samhengi við fyrri blogg þá vann ég hana algjörlega þegar hún fór að halda því fram að hún hefði náð sér í bollu kynnar. ég bara kippti niður treflinum og við blöstu ekki bara bollukinnar, heldur voru þær líka í hinum fegurstu litum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli