sunnudagur, janúar 25, 2004
nú eru bara tvær sýningar eftir af henni lísu. um að gera að skella sér ef ekki er nú þegar búið að því. sýningarnar eru nú samt enn í sífelldri þróun, svo endilega ef þið hafið farið á frumsýninguna er ég viss um að það yrði eins og að fara á splúnku nýja sýningu að fara á loka sýninguna. jáh. húmoristar leikfélagsins eru nefninlega farnir að sletta klaufunum. antoine beitti líka sérstaklega skemmtilegri kennarasleikjutækni í sýningunni í dag og talaði hlutverk sitt sem kötturinn með frönskum hreim, í tilefni þess að sigríður anna nokkur, frönsku kennari í mh var í salnum. en já málgleði mín bíður nú lægri hlut fyrir þreytunni svo ég læt þetta duga...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli