þriðjudagur, janúar 06, 2004

gleðilegt nýtt ár öll sömul!
spenningurinn er í hámarki þessa dagana. fyrir utan það að kærkomin systir fer fljótlega að láta sjá sig, þá tók ég upp einkenni hamstra í dag. það sem mér þykir sérlega merkilegt við það er að þetta er í annað skiptið sem ég geri það. svo ég rifji upp góða sögu, þá var fyrra skiptið um páskana þegar ég var 12 ára. hress í bragði hélt í ég í blíðskaparveðri í göngutúr með fjölskyldunni í skaftafelli. við völdum okkur ágætis göngutúr sem átti að vera um 5 km. en þvílíkt blíðskaparveður var að við lengdum gönguna aðeins um 10 km þar sem við strunsuðum í snjónum og létum sólana leika við okkur. en viti menn. þótt það hafi verið mars, kalt og snjór þá tókst okkur systurum að verða ansi rauðar, já doldið sólbrunnar... og það sem meira var, var það að morguninn eftir þá vorum við, já við báðar, tútnaðar út í andlitinu. það var satt best að segja ekki mjög ánægjulekt að finna nýtt landslag andlistsins, og já finna, því augnlokin voru svo bólgin að þau opnuðust varla og því lítið að sjá. það fyndnasta af öllu saman, verð ég að segja, var þegar við komum niður og vorum kynntar fyrir frænku sem við höfðum aldrei séð áður. svipurinn á henni var jafnvel ófrínilegri heldur en okkar svipir. sem voru þó ekki grettur. en já. ég dag fór ég í endajaxlatöku, sem er einmitt ástæðan fyrir hamstraeinkennunum. ég ætla samt að láta það vera að segja frá aðgerðinni í smáatriðum, þar sem ég hló svo mikið seinast að ég reif eitthvern saum.. allavega hættir ekki að blða núna...látum það bíða betri tíma ;)

Engin ummæli: