miðvikudagur, janúar 07, 2004
í dag er búinn að vera hinn fínasti dagur fyrir utan smá vankanta. já það er í raun ekkert sældarlíf að líta út eins og hamstur. en hins vegar fylgir því mikil gleði að hlusta á sögu mína um tannlæknaferðina, þar sem svipurinn, sem einu sinni var bros er nett óhugnanlegur. þá nefninlega verð ég óhugnanlega lík eitthverri teiknimyndapersónu sem ég get ekki komið fyrir mig hver er. ferðin til tannlæknisins var hins vegar hin fínasta. þar sat ég og hlustaði á bylgjuna á meðantannsinn deyfði mig, skar mig svo upp, sagaði og boraði, og reif svo upp þessa blessuðu jaxla. skemmtilegast var þó að horfa á saumaskapinn í lokinn, þar sem spegill er þannig staðsettur fyrir ofan mann svo að maður getur fylgst með. það var mjög raunverulegt að horfa á þennan saumaskap, mjög líkt eitthverri inniblasaumaskap úr vissum sjónvarpsþætti, fyrir utan nokkrar hvítar örður. fyndni hluti sögunnar felst þó í afleiðingum deyfingar á talmál mitt og drykkjar innðbyrðingar, eða réttara sagt tilraunum mínum til þeirra iðkanna. svo ég efast um það að ég tjái mig um þann hluta á rituðu máli. ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli