sunnudagur, apríl 04, 2004

í dag hef ég gengið í hóp amiskvenna. þannig var það að ég skellti mér í kolaportið í gær með mömmu minni. hef ekki farið þangað í langan tíma þar sem ég ákvað einu sinni að ég væri of snobbuð fyrir staðinn. hins vegar skelltum við mamma okkur þangað í gær og ég bara varð nokkuð hrifin. svo hrifin að ég strunsaði þaðan út með tvo kjóla og hefði viljað fara út með ca. 36 í viðbót. það var bara allt morandi í þessum snilldarkjólum, kjólum sem ég hefði sannarlega viljað vera búin að rekast á fyrir árshátíðarnar tvær sem ég fór á þetta árið. en jú tvær kjólar fóru þó með mér út í poka og í boði mömmu. getur komið sér vel að þykja gömul föt flott þar sem mamma verður alltaf ung í anda og er tilbúin að kaupa þessi fínu föt, þykir svo gaman að ég skuli nota þau. en já annar kjóllinn er síðan svo skemmtilega amislegur að ég gæti hreinlega logið að vísindamönnum að við í amisflokknum höfum uppgötvað nýja fluttningsvél sem kom mér bara sisvona úr hlöðunni heima í pensilvanyu til hins farsælda fróns.

Engin ummæli: