sunnudagur, ágúst 01, 2004

alltaf reynir maður eitthvað nýtt. í gær kom stjórinn á árbæjarsafni og spurði mig hvort ég væri ekki til í að mjólka kusuna sem heitir reyndar skjalda og til var ég. sagðist alveg hafa mjólkað áður, væri bara doldið langt síðan. svo þegar ég er búin að krækja í kusuna, þrífa spenana og maka á mig júgursmyrsli, átta ég mig bara á því að ég hafði aldrei nokkurn tíma mjólkað kusu áður. en þrátt fyrir það þá gekk þetta bara svona eins og í sögu og allir sáttir með frammistöðuna sem kom mjög á óvart. en svarið var heldur ekki langt leita. það er nefninlega ekki hægt að segja að maður hafi ekki mjólkað ef maður hefur séð alla 52 þættina af Heidi þrisvar sinnum og farið í gegnum mjaltir mörg hundruð sinnum, þó það sé ekki nema í huganum. en það skilaði sér svo vel að ég datt í mjaltakonuhlutverk áræjarsafns.

Engin ummæli: