lennti í atviki í kvöld sem ég held að geti bara átt sér stað í frakklandi.
á tehúsi með tveimur sænskum vinkonum
afgreiðslustrákurinn: hvað má bjóða ykkur stelpur
stelpurnar: jasmín te
afgr: og þér?
ég: hmm.. ég veit ekki.. þetta er svolítið erfitt val ( hundrað tegundir af tei )
afgr: ertu búin að prófa ljóða-teið?
ég: ( sakleysin uppmáluð ) nei, en mér lýst ágætlega á það. segjum það.
5 mínútum seinna
afgr: jæja hér er jasmín teið - og hér er ljóðateið
svo krýpur hann niður og fer með gullfallegt franskt ljóð ( var það ábyggilega þar sem það innihélt svo stór orð að ég skyldi harla lítið )
ég: (roðna mjööög mikið enda flestir á tehúsinu að fylgjast með ) fallegt
og til að gera þetta svo grátlegt...
afgr: kanntu ekki e-h fallegt sænskt ljóð til að fara með fyrir mig?
( ég lít með biðjandi augum á vinkonur mínar sem eru jú sænskar, en þær hrista hausinn og segjast ekkert kunna af sænskum ljóðum)
ég: jú, reyndar ( reyndar án þess að krjúpa en samt með rómantíkina í fluttningnum)
"hjung om stúdentens lukklige doog
loot om os frjaujdas i ungdommes hoog
senn klappar hjertad med fríska sloog
og den juslenske framtid er voor."
afgr: þetta var mjög fallegt, þótt ég skildi ekki mikið, eftir hvern er það?
ég: ég er bara ekki með það alveg á hreinu. þetta er svona þjóðvísa, mjög gömul.
mér tókst að vera mjög sannfærandi, þökk sé óaðfinnanlegri framburðarkennslu mörtu rósar á ófáum kóræfingum. hefði verið ennþá betra ef stelpurnar hefðu ekki komið upp um mig með óstöðvandi flissi..
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli