þriðjudagur, janúar 30, 2007
áður en veikindin kipptu undan mér fótunum tókst mér að fara leiksýningu lfmh. draugadans. ég varð mjög hrifin. ótrúlega mikill kraftur í leikurunum og mér fannst að þau ásamt leikstjóranum jóni gunnari hafi tekist mjög vel til og skapað nýja veröld úr tjarnabíói. ég mæli sannarlega með því að fólk láti sig ekki vanta á síðustu sýningarhelgina. 3 og 4 feb. mikil skemmtun í bland við mikla gæsahúð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli