hvað er að frétta...
við védís hittumst í barcelona fyrir skömmu. áttum 4 ljúfa daga í spánverja ríki og bætti þar með nýju landi á listann minn.
ég átti ekki að komast til baka til frakklands á vankvæða. það eru e-h álög sem liggja á mér í sambandi við lestir og í þessu tilviki rútur. ég missti af rútunni minni. þar sem það hafði verið skráð vitlaus tímasetning á miðann minn. semsagt hafði tíminn hjá annar rútustöð verið skráður við rútustöðina sem ég ætlaði að fara frá. en ég var ekki tilbúin að viðurkenna ósigur minn . ég hafði 14 mínútur til að koma mér í annan hluta borgarinnar og því átti ég maraþon hlaup um metro kerfi barcelonaborgar. hátindur hlaupsins var án efa þegar ég kom 5 mínútum eftir að rútan átti að fara og sá hana beygja út af rútuplaninu. ég veifaði höndum og með öndina í hálsinum tók dramatískasta endasprett sem ég hef nokkurntíma tekið. sem betur fer náði ég að vekja á mér athygli og gæjarnir stoppuðu rútuna og hleyptu mér með.
mér lá svo á að ná þessari blessuðu rútu þar sem daginn eftir beið mín flug heim á leið. ég hafði því nokkrar klst. til að pakka dótinu mínu og ganga frá ýmsum málum. þar sem ég hafði enga vigt til ráðrúma þá krossaði ég fingur fyrir því að vera ekki með neina yfirvigt og til öryggis klæddi mig í reiðinnar ósköp af fötum. ég var eins og la gorda bella (mexíkóska sápuóperan sem mér skilst að sé farið að sýna.) gat ekki sett hendur niður með síðum enda var ég í 2 síðerma bolum, kjól, sokkabuxum, buxum, ullarsokkum og skóm, 3 hettupeysum, ullarpeysu, regnkápu, ullarkápu, með húfu og vettlinga og trefil. minna hefði það ekki mátt vera en ég slapp þó við skrekkinn. enda bláfátæk og hef ekki ráð á því að láta rukka mig um yfirvigt.
en þrátt fyrir að hafa klætt mig svo vel þá náði ég mér í pest og því hef ég einungis komist til íslands í fjarlægð. síðan á föstudaginn hef ég legið með flensu. ég man ekki hvenær það var seinast þegar ég fekk flensu. leiðindafyrirbæri. en ég ætla rétt að vona að hún geri sér ekki mjög heimakært í líkama mínum.
mánudagur, janúar 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli