föstudagur, desember 26, 2003

í dag er annar í jólum og í dag skrópuðu ansi margir kórfélagar í jólaboð til að syngja á landspítalanum. þeir gátu valið á milli þess að sytja enn einu sinni og raða í sér ljúffengum kræsingum, sem myndu gæla við bragðlaukana í örfáar sekúndur en heila eilíf við fitufrumufélaga sína á maga og á rassi. eða að rölta um hina drungalegu stofnun, sem spítalar eiga það til við að vera, og þjálfa raddböndin. með aðeins stundarrölti myndu þeir lífga uppá jólaandann hjá fólki sem myndi frekar vilja njóta jólaandans annarsstaðar en í kaldri steinbyggingu. ég held að valið hafi ekki verið erfitt og í dag röltu nokkrir tugir kórfélaga um þessa byggingu og sáu hana lifna við. við, nokkrir krakkar gátum á aðeins örlitlum tíma hresst svo marga við, einungis með því að hreyfa okkur úr stað og þenja raddböndin um leið. og ekki var það verra að fá að mynda fyrstu tónlist sem nýfætt ungabarn fær að hlusta á. þótt fjölskylduboðin eigi það til að vera mjög skemmtileg, þá þá hugsa ég það þau þurfi að vera ansi hörkuspes til að komast upp fyrir þá minningu sem maður á, eftir að hafa sungið á spítala á annan í jólum.

Engin ummæli: