laugardagur, desember 27, 2003

ég hélt alltaf að ég væri bara all sæmileg með tölvur, en hef komist að því að ég hef logið að sjálfri mér í ófá ár. því að ég hreynlega hef þetta alls ekki í hendi mér. en ég kann að setja linka svo endilega látið mig vita til að linka ykkur. en, þar er reyndar hængur á þar sem ég hef ekki hugmynd um hvernig á að setja comment. en jæja. mér tókst líka að breyta urlinu mínu. eftir að hafa lesið njálu þá langaði mig hreynlega ekki að hafa þetta url lengur. ekki það að ég sé í hugarstríði við konu sem var kannski upp fyrir tæplega þúsund árum. nei heldur bara að mér fannst hún ekki verðskulda það svo mikið.... en jæja í staðinn er það púkinn...

Engin ummæli: