þriðjudagur, desember 30, 2003

ég get ekki sagt annað en að íslendingar séu komnir í snjóhaminn. skyndilelga hefur fólk ófá tækifæri til að sanna góðskap sinn og hetjudáðir þar sem það stekkur út úr bílum sínum og potar aðra bíla af stað hér og þar. mér finnst þetta mjög gaman og það getur verið þrælspennandi að sitja í strætó núna með nefið klesst upp við glerið og horfa á aksjónið á götum borgarinnar. annars er ég viss um að þetta félli ekki í svo góaðn jarðveg ef jólin væru ekki nýlega um garð gengin og fólk enn í jólatjillinu. en í dag finnst mér þetta frábært.

Engin ummæli: