laugardagur, desember 27, 2003

með tveimur rosalegum byltum koms ég á á leiklistaræfingu í dag. hress í bragði eftir smá smakk af snjó hér og þar á gangstéttum þar sem nýju fínu skórnir mínur reyndust vera aðeins sléttbotnaðri en ég hafði gert mér grein fyrir. en tvær byltur gera mann bara hressari fyrir vikið. en svo fór að þegar ég mætti á staðinn var ekki æfing. en lánið lék við mig og tinna nokkur var á leið heim og skutla mér, ef skutla má kalla, marga kílómetra uppí óbyggðir þar sem ég á heima. en þetta var svosem ágætt í heild. gott innlegg í sólarhringssnúininginn minn. og hálftíma lesning af harry potter í strætó :)

Engin ummæli: