föstudagur, febrúar 23, 2007



eins lítil morgunmanneskja og ég er, þá eru uppáhaldsstundirnar mínar á morgnana. það eru sérstakar stundir. það eru stundirnar þegar sólin skríður upp fyrir húsþökin og bæir og borgir vakna. sólin skín framaní svefnmyglað fólk á spani. það er með lubba í hárinu og drífur sig til að komast í tæka tíð í vinnuna. smám saman opna kaffihús og búðir. skilti eru sett útá götu. fólk tjattar með kaffibolla í hönd. smá hrollur er enn í líkamanum enda kuldi næturinnar enn í líkamanum. dagurinn er rétt að byrja.
smám saman fjölgar fólkinu og stemningin breytist í hina hversdagslegu stemningu hverrar borgar eða bæjar.
þegar ég dreg saman ferðalög mín þá hef ég komist að því að á þennan hátt hef ég kynnst fleiri borgum en ekki. mér til mikillar ánægju. það hefur nefnilega ekki verið óalgengt að ég poppi upp í borgum eftir; næturflug, næturlest eða næturrútu. það er best. að kynnast nýrri borg við daglega fæðingu.

Engin ummæli: