það er mörg ár síðan ég hef haft svona lítið að gera. ég hef samt nóg að gera. málið er þannig að ef ég hef ekki mikið af skipulagðri dagskrá. þegar svo er kem ég engu í verk. ef ég hef mikið á dagskránni, smellist ég í gír sem gerir mig mun afkastameiri.
þar sem ég bý ein með móður minni hefur hún ágætistíma til að koma að ráðleggingum og kenningum. hún sagði til dæmis; ef maður þarf að fá e-h gert fljótt á maður frekar að biðja manneskju um það sem hefur mikið að gera heldur en öfugt. það á við allavega í mínu tilviki.
ég mínum frítíma reyni ég þó að læra á gítar, gera ferðamyndamöppur, hlaupa, hitta fólk og fleira. en það er ekki mjög afkastamikið. fyrri fullyrðingu að kenna. svo ef e-h vill endilega setja fyrir mig verkefni ( helst borguð ) þá má sá hinn sami endilega koma þeim á framfæri við mig. ( eftir mjög ósannfærandi formála )
mánudagur, febrúar 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli