mánudagur, maí 28, 2007



eftir letidaga í frakklandi tóku við letidagar í danmörku. þar lágu leiðir okkar védísar saman á ný. hugur hennar var helgaður verkefnaskilum en ég reyndi að vera ekki óþolandi gestur og hitti fólk og gerði mig upptekna svo hún gæti sinnt sínu. mór tókst ekki sem skyldi - var úti á þekju með leiðindi.

í kaupmannahöfn átti ég skemmtilegt tjútt í rigningunni með henni sigrúnu og hitti gott fólk í kongens have. kaffihús komu sterk inn og svo mætti pabbi á staðinn.

svo tók við ferð til jótlands. í lest þar sem heimilislega stemningin tröllreið öllu. þar sem við sátum á miðju gólfi urðum við að hluta leiksveiðis barna. vorum fyrr en varið farinn að teikna með þeim og bjarga þeim frá óförum. haukur var orðinn að mesta brandaraefni eins 2 ára, rosa sniðugt að reyna að troða uppí hann ókunnugu snuði. gamlir menn sváfu á öxlum þeirra ungu og aðrir sátu á gólfinu efa þau kom ekki með stól.

á jótlandi datt ég inní íslendingapartý. fáar klukkustundir fóru svo í svefn en snemma var rauði kagginn ræstur í leit að höfn norrænu.

við tóku svo 3 dagar af sjóveiki og svefni. ég sló öll met í því að vera leiðinlegur ferðafélagi og svaf sirka 20 klst á fyrsta sólarhringnum og hraut þar að auki. en svo tók fjörið við. sundferð í sundlaug sem var tóm, í staðinn fyllt stór bjórtunna af vatni og farið í "tunnuna". gufubað var á staðnum en mjög kaþólskt urðum að fara í sitthvort gufubaðið sem voru staðsett hlið við hlið. bíóið fór í svefn og við unnum ekkert í bingó en örvæntum ekki því við lækkuðum meðalaldurinn um 20 ár og eigum því mörg ár til stefnu.

bestu stundirnar voru án efa þegar við fórum í pikknikk á þilfarinu, elduðum pasta á baðherbergisgólfinu, trylltum lýðinn í "dans - star" ( og hækkuðum meðalaldurinn um 20 ár) og krúsuðum svo á kagganum í rigningu færeyja.

eftir marga klukkustundir í tollskoðun og tollvinnslu á seyðisfirði brunuðum við svo í góða veðri íslands alla leið í bæinn. með einu nauðsynlegu stoppi á kirkjubæjarklaustri hjá "ömmu" elínu þar sem við gleyptum í okkur pönnukökufjall, íslenska mjólk og kaffi.

svo rann litli rauði bíllinn í bæinn og ævintýrið var á enda.

nú tekur við sumarið sem ég vona að verði nýtt og gott ævintýri.

Engin ummæli: