mánudagur, nóvember 05, 2007

ég skil af hverju það þykir ekki kurteisi að sjúga upp í nefið í frakklandi. ég var í tíma í háskólabíói og drengurinn fyrir aftan mig saug upp í nefið á nokkurra mínútna fresti. það sem vakti þó athygli mína var það að þetta var svona veikinda hljóð. hann saug upp í nefið og það var svona eins og horið og slímið safnaðist saman upp kokið og upp í munn. en þá gæti hann ekkert gert við það svo hann kyngdi því aftur. og þar að leiðandi límdist það aftur í kokið á honum. sem ylli því að leikurinn væri endurtekinn stuttu síðar. það sem þessi gæi tók svo upp á var það að fá sér epli. þetta var stórt og safaríkt epli sem hann fýsti mikið í og tók því mjög stóra og safaríka bita af eplinu. en hann var ekki svo meðvitaður um að hann væri stíflaður svo að hann reyndi að anda í gegnum eplið til skiptis við nefið sem fór svona að bubla í eins og þegar maður blæs með röri í kókómjólk eða kannski frekar þykka blómkálssúpu með vel soðnu blómkáli. orð eins og "slurp," "slarp," og "smjatt" lýsa ekki hugarástandi mínu nógu vel þessa stund en ég get ekki neitað því að drengurinn og hljóðmynd hans höfðu mikil áhrif á fyrirlestur jóns karls helgasonar um táknmyndir.

Engin ummæli: